Flugfélagið Play er hætt starfsemi. Um fjögur hundruð missa vinnuna og þúsundir Íslendinga eru strandaglópar í útlöndum.
Margir farþegar voru komnir að brottfararhliði í Leifsstöð þegar flugi þeirra til Tenerife var aflýst. Einn þeirra segir ömurlegt að komast ekki í sólina.
Forstjóri Play segir að staða félagsins hafi ekki verið fegruð umfram tilefni. Reynt verður að borga starfsfólki laun í dag.
Bandaríkjaforseti ber í dag áætlun sína um framtíð Gaza undir forsætisráðherra Ísraels. Forsetinn leggur til að öllum gíslum verði sleppt og alþjóðleg stjórn taki við völdum.
Áhöfn á Seyðisfjarðarskipinu Gullveri og Grindavíkurskipinu Jóhönnu Gísladóttur hefur verið sagt upp störfum. Síldarvinnslan og dótturfyrirtækið Vísir eru í uppstokkun og flestum býðst pláss á öðrum skipum.
Ný könnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar bendir til þess að erlendir ríkisborgarar hafi verið verulega vantaldir hingað til. í könnunum um húsnæðismál. Einn af hverjum þremur aðfluttum sé á leigumarkaði.
Erfitt er að segja til um hvort og hvenær gýs aftur á Sundhnúksgígaröðinni. Eldvirkni gæti farið minnkandi samhliða minna kvikuinnstreymi undir Svartsengi, segir jarðeðlisfræðingur.
Víkingur getur farið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta í kvöld.