Þjóðverjar ganga til kosninga í dag. Miðað við skoðanakannanir gæti myndun meirihlutastjórnar orðið flókin.
Í fyrsta sinn í meira 20 ár hefur Ísraelsher sent skriðdreka inn á Vesturbakkann. 40 þúsund hafa neyðst til að flýja heimili sín þar.
Nýr meirihluti í Reykjavík skoðar að semja á eigin forsendum við kennara, án aðkomu Sambands sveitarfélaga.
Fráfarandi formaður íbúaráðs Grafarvogs segir skjóta skökku við að flokkar, sem lagt hafi áherslu á íbúalýðræði, skuli leggja niður öll íbúaráð í Reykjavík. Íbúar missi rödd og óvíst hvað komi í staðinn.
Einn stærsti jarðskjálfti frá goslokum í Holuhrauni fyrir tíu árum, varð í Bárðabungu í gærkvöld. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir engin merki um gosóróa, eldstöðin sé að safna kviku og jafna sig eftir síðasta eldgos.
Stjórnmálaflokkar og samtök sem hafa boðið fram til sveitarstjórna hafa fengið styrki frá viðkomandi sveitarfélögum án þess að uppfylla lagaskilyrði. Lögin fóru fram hjá í það minnsta einu sveitarfélagi og önnur virtust misskilja reglur.
Frans páfi er enn í lífshættu, heilsu hans hrakaði í gær.
Bræðurnir í VÆB sigruðu Söngvakeppnina í gær og munu því keppa fyrir Íslands hönd í Basel í Sviss í maí.