Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. maí 2024

Sendinefnd frá Hamassamtökunum er komin til Kaíró til ræða um vopnahlé á Gaza. Egypskur fjölmiðill segir töluvert hafa þokast áleiðis í viðræðunum.

Stjórnmálafræðingur sér ekki fyrir stórtíðindi í skoðanakönnunum eftir kappræður forsetaframbjóðenda í sjónvarpssal í gærkvöldi. Litlar líkur séu á því nýr frambjóðandi blandi sér í toppslaginn. Landskjörstjórn hafa borist nokkrar tilkynningar frá fólki sem kannast ekki við hafa skrifað sig á meðmælalista frambjóðenda.

Bæjarfulltrúi í Grindavík segir algjörlega óviðunandi Grindvíkingar séu enn í bráðavanda í leit húsnæði. Um sjötíu manns eru í þeirri stöðu.

Í dag verður kosið til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á vestasta hluta Vestfjarða, eftir sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Mikil endurnýjun verður í sveitarstjórn og kosið er til heimastjórna á fjórum svæðum í fyrsta sinn.

Glódís Perla Viggósdóttir er þýskur meistari með Bayern Munchen annað árið í röð. Liðið tryggði sér titilinn í dag þegar enn eru tvær umferðir eftir í deildinni.

Frumflutt

4. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,