Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. apríl 2024

Hið fornfræga hús Børsen í Kaupmannahöfn stórskemmdist í eldsvoða í morgun. Enn er barist við eldinn. Byggingin hefur verið hornsteinn dansks viðskiptalífs í 400 ár.

Sameina á ríkisstofnanir og auka hagræðingu í ríkisrekstri á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Fjármálaráðherra segir ekki verði gripið til niðurskurðar.

Píratar og Flokkur fólksins hafa lagt fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Þingmaður Pírata segir forsætisráðherraskiptin kveikjuna tillögunni. Forsætisráðherra segir þetta örvæntingarfullt og veikt útspil.

Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í morgun íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um kosningar við Alþingiskosningar 2021. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir taka þurfi eftirlitskerfið til gaumgæfilegrar skoðunar.

Sveitarstjórnir á Norður- og Austurlandi vilja nýr matvælaráðherra geri breytingar á kerfi strandveiða. Sveitarfélögin töpuðu hálfum milljarði króna í fyrra vegna skyndilegrar stöðvunar veiðanna.

Mánuður er liðinn frá því eldgos hófst á Reykjanesskaga. Það stendur enn og hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnjúksgígaröðinni.

Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Vík­­ings mæt­ast í Meist­ara­keppni kvenna í fótbolta í kvöld. Leikurinn markar upphaf fótboltasumarsins hjá konunum.

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,