Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. maí 2023

Kostnaður vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins liggur ekki fyrir en er talinn vera innan kostnaðaráætlunar, eða um tveir milljarðar króna. Óvissustigi almannavarna vegna netárása hefur verið aflétt, þær höfðu ekki áhrif á gesti fundarins.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segist afar þakklátur fyrir niðurstöðu leiðtogafundarins. Rússlandsher hélt árásum sínum áfram í nótt og einn beið bana í Odesa.

Miklu skiptir fyrir flugfarþega, ferðaþjónustuna og þjóðarbúið ef samkomulag næst um sérsamning milli Íslands og Evrópusambandsins um losunarheimildir í flugi. Þetta segir forstjóri Icelandair.

Gangi hugmyndir stýrihóps eftir verður kirkjugarðurinn við Lindakirkju í Kópavogi minnkaður um einn hektara og þar verður endurvinnslustöð Sorpu. Formaður bæjarráðs segir ýmsum spurningum ósvarað um þessa staðsetningu.

Flestir landsmenn eru andvígir því kosningaaldur verði lækkaður úr átján árum í sextán. Yngri en þrjátíu ára eru hlynntastir breytingunni en eldra fólk og stuðningsmenn Miðflokksins vilja síst breyta kosningaaldri.

Mannréttindasamtök gagnrýna harðlega lög í Montana-ríki í Bandaríkjunum sem banna alla notkun smáforritsins TikTok. Ríkisstjórinn segir tilganginn vernda íbúa ríkisins.

Það kemur í ljós í kvöld hvort Valsmenn verji Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eða hvort Tindastóll fagni titlinum í fyrsta sinn þegar liðin mætast í oddaleik á Hlíðarenda. Þá lýkur 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta í dag með sex leikjum.

Frumflutt

18. maí 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir