Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. maí 2024

Fleiri drengir flosna upp úr námi hér á landi en annars staðar í Evrópu. Hlutfallið hefur hækkað stöðugt síðustu fjögur ár. Háskólaráðherra segir breytingar hafi verið gerðar til hvetja nemendur til þess ljúka námi.

Hlutdeildarlán til fyrstu kaupa fást ekki lengur, því féð er uppurið. Fólk gæti misst af íbúðum sem það hefur boðið í vegna þessa.

Alþjóðadómstóllinn í Haag birtir innan skamms, úrskurð í máli Suður-Afríku gegn Ísrael um innrás í Rafah á Gaza. Herinn hefur hert árásir á borgina, þar sem hundruð þúsunda leita skjóls.

Sjór hefur nær aldrei mælst jafn hlýr við Suðurland á þessari öld og á fyrstu mánuðum ársins. Óttast er það hafi slæm áhrif á lundavarp í Eyjum og afkomu unga.

Nær fimmtíu manns eru enn á sjúkrahúsi í Taílandi eftir hafa slasast í mikilli ókyrrð í flugvél á þriðjudag. Einn Íslendingur er þar á meðal. Margir slösuðust á mænu eða hrygg.

Foreldrar barna í Víðistaðaskóla vöktuðu gönguleiðir í skólann í morgun vegna tilkynninga um mann sem hefur veist að, og ráðist á, börn í Hafnarfirði.

Íslendingar kjósa í dag utan kjörfundar á Kanarí eyjum í forsetakosningunum. Talsverð vandræði hafa verið í framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. Utanríkisráðuneytið ábyrgist öll kjörgögn berist tímanlega.

Suðaustanhvassviðri gengur yfir sunnan- og vestanvert landið. Spáð er mikilli rigningu vestanlands og töluverð hætta er á skriðum og grjóthruni.

Frumflutt

24. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,