Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11. júlí 2025

Meirihluti Alþingis samþykkti fyrir hádegi stöðva umræðu um veiðigjaldið. Forseti Alþingis hóf þingfund í morgun á því boða til atkvæðagreiðslu um umræðum yrði hætt. Þetta er í fyrsta sinn í tæp sjötíu ár sem ákvæðinu er beitt.

Þingmenn stjórnarandstöðu segja ákvæðið takmarka málfrelsið. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir þetta alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra og ríkisstjórninni.

PKK, uppreisnarsamtök Kúrda, hafa formlega lagt niður vopn. Þetta markar tímamót og möguleg endalok átaka þeirra við tyrknesk stjórnvöld sem hafa kostað fjölda mannslífa.

Bosníumaður sem flutti hingað til lands fyrir rúmum 30 árum segir enn eigi eftir gera upp þjóðarmorðin í Srebrenica. Þess er minnst í dag 30 ár eru liðin frá morðunum.

Sveitarstjórar fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna þeim eigi refsa fyrir hafa lægri útsvarsskatt en önnur sveitarfélög. Breytingar á jöfnunarsjóði skerði framlög til sveitarfélaga í suðvesturkjördæmi um einn og hálfan milljarð.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gær. Liðið tapaði 4-3 fyrir Noregi og endaði á botni riðilsins án stiga.

Frumflutt

11. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,