Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 19. nóvember 2024

Úkraínumenn og bandamenn þeirra þurfa mæta Rússlandsforseta af mun meiri hörku, þetta segir Úkraínuforseti ; eitt þúsund dagar eru frá allsherjarinnrás Rússlandshers. Stríðið er það mannskæðasta í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld.

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir dæmi um kjötafurðastöðvar séu byrjaðar samræma verð á markaði og erfiðara fyrir matvöruverslanir semja um hagstæð kjör eftir umdeildar breytingar á búvörulögum.

Líklegt þykir skemmdarverk hafi valdið bilun tveggja sæstrengja í Eystrasalti í vikunni. Forstöðumaður netöryggissveitarinnar segir skoðað hvernig eigi bregðast við þeirri ógn á Íslandi.

Minnst 40 sjúkrahús hafa orðið fyrir skemmdum í árásum Ísraelshers á Líbanon undanfarna mánuði og átta þeirra eru óstarfshæf. Fleiri en 200 heilbrigðisstarfsmenn hafa verið drepnir við vinnu sína í Líbanon undanfarna tvo mánuði.

Foreldrar leikskólabarna komu saman í Ráðhúsi Reykjavíkur í hádeginu til mótmæla verkfalli. Samningafundur í kjaradeilu kennara við ríkið hefst eftir hádegi.

Grindvíkingar sem seldu fasteignafélaginu Þórkötlu heimili sín geta samið um afnot af húsnæðinu gegn því sinna viðhaldi og greiða hita og rafmagn. Framkvæmdastjóri Þórkötlu segir þannig geti fólk haldið tengslum við húsið.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar hófst á Kanaríeyjum í morgun. Kosið er á veitingastað og eigandinn segir kjörsókn góða.

Frumflutt

19. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,