Allt bendir til þess að Íhaldsflokkurinn gjaldi afhroð í þingkosningunum í Bretlandi á morgun. Flokkurinn mælist hvergi með öruggt þingsæti.
Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni fótboltamanni var þingfest í morgun. Albert var ekki viðstaddur þinghaldið.
Fangelsismálastofnun fór ekki eftir málefnalegum mælikvörðum við inntöku í fangavarðanám. Verulegir ágallar voru á ákvörðuninni sem ættu að leiða til ógildingar, segir í úrskurði dómsmálaráðuneytisins.
Lögregla og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka hvað gerðist þegar leki kom að bát á Faxaflóa í gærkvöld. Einn var um borð og var hann meðvitundarlítill þegar að var komið.
Fjölskylda Yazans Tamimi hefur ekki fengið að vita hvers vegna fyrirhugaðri brottvísun var frestað.
Íbúar á Jamaíka búa sig undir að fellibylurinn Beryl gangi á land síðar í dag. Hann á upptök sín í Atlantshafi. Aldrei áður hefur fimmta stigs fellibylur myndast þar svo snemma árs.
Gríðarleg aukning hefur orðið í kynsjúkdómum, síðustu ár. Lekandi og sárasótt voru nær horfin en í fyrra greindust um 340 með lekanda, þrisvar sinnum fleiri en í hitteðfyrra. Sárasóttartilfelli hafa ekki verið fleiri síðan á miðri síðustu öld.
Allt að 14 rúmmetrar af fljótandi biki runnu úr yfirfylltum tanki Vegagerðarinnar á Reyðarfirði í vor. Bikið stíflaði lagnir og fauk langar leiðr með tilheyrandi óþrifnaði. Enn er verið að hreinsa það.
Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkennir að hafa nærri sofnað í kappræðunum við Donald Trump í síðustu viku. Mikil þreyta sökum sífelldra ferðalaga skýri slaka frammistöðu.