Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 4. nóvember 2025

Icelandair sagði í dag upp tæplega fjörutíu starfsmönnum, aðallega á skrifstofum félagsins í hagræðingaraðgerðum. Formaður VR segir áfall missa vinnuna, ekki síst núna þegar blikur eru á lofti. Félagið haldi vel utan um sitt fólk sem sagt var upp.

Lögregla telur svikurum, sem náðu hundruðum milljóna út úr Landsbankanum, gefist tóm til koma fjármunum undan fyrst þeir hafi ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Reykjavíkurborg verður rekin með nærri nítján milljarða afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Borgarstjóri segir rekstur borgarinnar í góðu jafnvægi.

Dómsmálaráðherra hefur rætt alvarlega við ríkislögreglustjóra um stöðu hennar í embætti. Málið er til skoðunar í ráðuneytinu.

Skoðanakannanir benda til þess Zohran Mamdani, sósíalisti á fertugsaldri, verði næsti borgarstjóri í New York. Búist er við metkjörsókn.

Framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins telur verðbólga myndi mælast einu prósentustigi minni ef Hagstofan hefði ekki breytt mælingaraðferðum sínum fyrir ári síðan. Hagfræðingur Íslandsbanka bendir á eftir breytinguna hafi verðbólga mælst minni.

Öryggisráð Súdan, sem er stutt af hernum, ræðir í dag tillögur vopnahléi í landinu sem Bandaríkin eiga þátt í setja fram. Borgarastríð hefur staðið í tvö og hálft ár.

Knattspyrnusamband Íslands þarf huga betur markaðssetningu fyrir leiki kvennalandsliðsins segir stjórnarmaður.

Frumflutt

4. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,