Boðuð stytting á tímabili atvinnuleysisbóta um heilt ár er atlaga að kjörum og réttindum launafólks, segir formaður VR. Einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé brot á samkomulagi á íslenskum vinnumarkaði.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til refsiaðgerðir gegn ísraelskum ráðherrum og fulltrúum landtökumanna á Vesturbakkanum. Einnig á að hækka tolla á um þriðjung af útflutningi Ísraelsmanna til sambandsríkja.
Teymisstýra Bjarkarhlíðar fagnar áformum stjórnvalda um breytingu á lögum um nálgunarbann. Hún segir hins vegar að margt þurfi að breytast til að þolendur geti treyst á að þeir séu öruggir.
Álverin á Íslandi segjast ekki aðeins kaupa ódýran kísil frá Kína og eiga þar með sök á lokun kísilvers PCC á Bakka. Rio Tinto keypti allan sinn kísil frá PCC í fyrra og Norðurál 40%.
Opinber heimsókn Trumps Bandaríkjaforseta til Bretlands nær hámarki í dag með hátíðarhöldum í Windsor-kastala, á morgun tekur pólitíkin við.
Blikur eru á lofti fyrir fyrirtæki í útflutningi, segir hagfræðingur. Krónan styrkist og skattlagning á sjávarútveg aukist.
Varaborgarfulltrúi vill kanna hvort hægt sé að stytta sumarfrí grunnskólabarna í Reykjavík. Þannig megi vinna gegn einmanaleika og félagslegri einangrun. Hann segir viðbrögðin úr kennarastéttinni jákvæð.
Meirihluti landsmanna er hlynntur því að halda flugvellinum í Vatnsmýri í Reykjavík. Fimmtíu og tvö prósent segjast fylgjandi því en 22% andvíg.