Ráðgjafi Rússlandsforseta segir að vopnahlé yrði ekkert annað en smá hvíld fyrir Úkraínuher. Rússneskir ráðamenn fá í dag kynningu frá fulltrúum Bandaríkjastjórnar á þrjátíu daga vopnahléi sem Úkraínumenn hafa samþykkt.
Tveir karlar og ein kona eru í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa banað manni, eftir að hafa svipt hann frelsi og kúgað af honum fé. frelssviptingu, fjárkúgun og manndráp í fyrradag. Fimm hefur verið sleppt úr haldi.
Maður sem varð hjónum í Neskaupstað að bana með klaufhamri er ósakhæfur vegna alvarlegra veikinda, hann sætir öryggisgæslu á réttargeðdeild.
Eldgos á Sundhnúksgígaröðinni gæti hafist innan þriggja daga, segir eldfjallafræðingur sem telur að jarðskjálftahrina við Reykjanestá tengist kvikusöfnun.
Sóttvarnahópur Heilbirðigsstofnunar Austurlands telur sig hafa hindrað útbreiðslu berkla á Fáskrúðsfirði. Að minnsta kost tveir hafa smitast af veikum einstaking og fleiri fara í berklapróf. Með sýklalyfjum má hindra að fók veikist og fari að smita.
Afar þungbært er að þurfa að boða verkfall í Borgarleikhúsinu, segir formaður félags íslenskra listamanna en ekkert hafi miðað í kjaradeilu þeirra. Formaður stjórnar Leikfélagsins telur hins vegar að félagið hafi boðið vel.
Fimm ár eru í dag frá fyrsta samkomubanninu vegna Covid.
Þingmaður Viðreisnar vill að þingið geri skurk í klæðaburði þingmanna og leggur til að þeir skrýðist einkennisbúning; skikkjum og hárkollum.
Orri Steinn Óskarsson er nýr fyrirliði karlandsliðsins í fótbolta. Þjálfarinn segir næstu gullkynslóð tilbúna að taka við keflinu.