Bandaríkjaforseti segist bjartsýnn á að hægt verði að koma á vopnahléi á Gaza. Hamas-samtökin hafa tekið vel í tillögur Bandaríkjamanna um 60 daga vopnahlé.
Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um þinglok. Fjórtán mál eru dagskrá þingfundar sem hófst í morgun.
Björgunarsveitir í Texas leita eftirlifenda eftir að mikið flóð reið yfir í gær. Tuttugu og fjögur hafa fundist látin og tuga er enn saknað.
Sumarið í ferðaþjónustu fer svipað af stað og í fyrra en bókanir berast seint, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir sterkt gengi krónunnar hafa áhrif á upplifun gesta og stuðla að verðhækkunum fyrir næsta ár.
Eitt hundrað og níutíu umsagnir hafa borist í samráðsgátt stjórnvalda, um frumvarp til laga um takmarkanir á sölu níkótínvara, flestar frá óánægðum neytendum.
Það er mikið um að vera á Akranesi um helgina en þar standa yfir írskir dagar. Í dag verður keppnin um rauðhærðasta Íslendinginn og í kvöld verður boðið upp á sveitaball.
Portúgölsku fótboltamennirnir Diogo Jota Sjota og André Silva voru bornir til grafar í morgun. Mikið fjölmenni var við útförina meðal annars margir liðsfélagar Diogo Jota Sjota í Liverpool.