Miðflokkurinn hefur sagt sig úr þverpólitískum starfshópi um öryggis- og varnarstefnu Íslands. Ákvörðun forseta Alþingis um að stöðva umræður um veiðigjald var kornið sem fyllti mælinn.
Ísraelsher drap minnst 36 á Gaza í nótt og í morgun, áður en hann gerði hlé á árásum til að hleypa inn neyðaraðstoð. 120 fullfermdir bíla óku inn á Gaza, en það dugar hvergi nærri til að svara sárri þörf. Hungursneyð vofir yfir.
Skiptar skoðanir eru um tollasamning Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Sumum þykir gott að samkomulag sé í höfn, aðrir segja að þetta sé ekki góður samningur fyrir Evrópusambandið.
Nýtt met var slegið í Vaðlaheiðargöngunum á laugardag, þegar rúmlega fimm þúsund og tvö hundruð bílar fóru um göngin. Hátíðin Vor í Vaglaskógi gekk vel.
Kaldur hvirfill yfir Norður-Kanada gæti sett strik í reikninginn hér á landi um verslunarmannahelgina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að hrellirinn úr vestri geti valdið því að rigningar og strekkingsvindur geri útihátíðargestum lífið leitt.
Enski varnarmaðurinn Lucy Bronze spilaði fótbrotin allt Evrópumótið. Guðmundur Leo Rafnsson keppti í undanrásum í 100 metra baksundi á heimsmeistaramótinu í Singapúr og sextándu umferðinni í bestudeild karla í fótbolta lýkur í kvöld með leik Stjörnunnar og Aftureldingar.