Tollarnir sem Trump kynnti á miðvikudag taka gildi í dag. Kínverjar tilkynntu um tolla á Bandaríkin í gær en önnur ríki fara sér hægar í viðbrögðum. Áhyggjur eru miklar af áhrifum á fataiðnaðinn í fátækari ríkjum sem fá á sig tolla.
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur viðbúið að samdráttur verði í komu bandarískra ferðamanna hingað til lands út af tollastefnu Trumps.
verð hlutabréfa í kauphöllinni hér á landi lækkaði talsvert í gær, annan daginn í röð
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Rússar verði að gera það upp við sig á næstu vikum hvort þeir vilji frið eða ekki. Bandaríkjastjórn vilji ekki festast í stanslausum samningaviðræðum.
Rúmlega þrjú hundruð skjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um að landris undir Svartsengi sé hafið á ný.
Nýjar ferðaleiðbeiningar utanríkisráðuneytisins til hinsegin fólks eru viðbragð við bakslagi á heimsvísu, segir utanríkisráðherra. Ráðuneytið þurfi æ oftar að aðstoða hinsegin fólk á faraldsfæti.