Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 16. júlí 2025

Eldgos hófst á Sundhnúksgígaröðinni í nótt og gýs á tveimur sprungum. Hraun rennur til austurs og vesturs en ógnar ekki innviðum. Grindavík og Bláa lónið var rýmt í nótt. Gosstrók leggur yfir Reykjanesbæ og íbúum ráðið halda sig innandyra vegna gasmengunar.

Þingmaður Miðflokksins segir veiting ríkisborgararéttar á Aþingi misnotuð í þágu, brýnt endurskoða framkvæmdina.

Mikið þrumuveður hefur gengið yfir Vestfirði í morgun og um 500 eldingar hafa mælst frá því skömmu fyrir klukkan átta. Rafmagnslínur Landsnets slógu út og orkukerfi Vestfjarða er á varaafli.

Árás þriggja ungra manna á eldri borgara á Suður-Spáni hefur hrundið af stað öldu mótmæla og óeirða. Á annan tug hafa verið handtekin.

Sjómenn hafa lengi krafist skýringa á mun á fiskverði eftir því hvort landað er í Færeyjum eða á Íslandi, segir formaður Sjómannasambandsins. Helmingi meira fæst fyrir makríl í Færeyjum.

Fimmtán særðust í drónaárásum Rússa á fjórar borgir Úkraínu í nótt. Úkraínuforseti hefur útnefnt nýjan forsætisráðherra.

Frumflutt

16. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,