Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 11.október 2025

Sameinuðu þjóðirnar bíða þess Ísrael heimili flutning hjálpargagna yfir til Gaza, eftir vopnahlé tók gildi. Mikil eyðilegging blasir við Gaza-búum sem snúið hafa aftur til heimkynna sinna í Gaza-borg undanfarinn sólarhring.

Sjálfstæðismenn í borginni telja fjárheimildir hafi skort til þess ráðast í framkvæmdir á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill sjá nokkur hundruð þúsund tonn bætast við loðnukvótann. Hafrannsóknarstofnun leggur til tæplega 44.000 tonna loðnuveiði á næsta fiskveiðiári.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands heldur í dag í opinbera heimsókn til Kína þar sem hún ávarpar 30 ára hátíðarfund kvennaráðstefnunnar í Peking, og fundar með Xi Jinping forseta Kína.

Trump Bandaríkjaforseti boðar hundrað prósenta toll a kínverskar vörur ofan á þann þrjátíu prósenta toll sem fyrir er. Með þessu svarar hann kínverskum útflutningstollum á málma.

Umferð um hálendisvegi var töluverð í sumar. Miklir vatnavextir síðsumars ollu skemmdum á nokkrum stöðum og Vegagerðin notar næstu vikur til lagfæra þar sem hægt er.

Kylian Mbappe verður fjarri góðu gamni þegar Frakkar mæta á Laugardalsvöll á mánudag. Íslenska landsliðið tapaði fyrir Úkraínu í gær fimm þrjú.

Frumflutt

11. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,