Aldrei hefur mælst meiri snjór í Reykjavík í október en í morgun, Tuttugu og sjö sentimetrar. Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og illa búnir bílar eru fastir víða.
Flug er úr skorðum, miklar tafir eru á Keflavíkurflugvelli og einhverjum ferðum hefur verið aflýst. Appelsínugular viðvaranir vegna enn meiri ofankomu og skafrennings taka gildi suðvestanlands síðdegis.
Kaup Ríkislögreglustjóra á þjónustu af fyrirtækinu Intru ráðgjöf virðist ekki vera góð meðferð á opinberu fé, segir dómsmálaráðherra, sem ætlar að skoða málið ofan í kjölinn og eiga samtal við Ríkislögreglustjóra.
Íslensk stúlka lenti í klóm alþjóðlegs ofbeldishóps sem þvingar börn til að skaða sig og aðra. Mál hennar vakti athygli bandarísku alríkislögreglunnar.
Fellibylurinn Melissa nálgast Jamaíka óðfluga og er óttast að hann valdi miklu tjóni.
Rafmagnsleysi á Suðurnesjum og Vestfjörðum í gær hefði að líkindum ekki verið jafnvíðtækt ef Suðurnesjalína tvö hefði verið komin í gagnið, að mati Landsnets.
Unnið er að því að færa leik íslenska kvennalandsliðsins við Norður-Írland, sem fyrirhugaður var á Laugardalsvelli í kvöld, inn í Kórinn.
Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.