Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 28.október 2025

Aldrei hefur mælst meiri snjór í Reykjavík í október en í morgun, Tuttugu og sjö sentimetrar. Snjór og hálka hefur valdið miklum umferðartöfum og illa búnir bílar eru fastir víða.

Flug er úr skorðum, miklar tafir eru á Keflavíkurflugvelli og einhverjum ferðum hefur verið aflýst. Appelsínugular viðvaranir vegna enn meiri ofankomu og skafrennings taka gildi suðvestanlands síðdegis.

Kaup Ríkislögreglustjóra á þjónustu af fyrirtækinu Intru ráðgjöf virðist ekki vera góð meðferð á opinberu fé, segir dómsmálaráðherra, sem ætlar skoða málið ofan í kjölinn og eiga samtal við Ríkislögreglustjóra.

Íslensk stúlka lenti í klóm alþjóðlegs ofbeldishóps sem þvingar börn til skaða sig og aðra. Mál hennar vakti athygli bandarísku alríkislögreglunnar.

Fellibylurinn Melissa nálgast Jamaíka óðfluga og er óttast hann valdi miklu tjóni.

Rafmagnsleysi á Suðurnesjum og Vestfjörðum í gær hefði líkindum ekki verið jafnvíðtækt ef Suðurnesjalína tvö hefði verið komin í gagnið, mati Landsnets.

Unnið er því færa leik íslenska kvennalandsliðsins við Norður-Írland, sem fyrirhugaður var á Laugardalsvelli í kvöld, inn í Kórinn.

Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.

Frumflutt

28. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,