Evrópskir leiðtogar fordæma að Rússar hafi skotið drónum yfir Pólland í gærkvöld og nótt. Forsætisráðherra Póllands segir landið ekki hafa verið jafn nálægt stríði síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Utanríkisráðherra Íslands segir nauðsynlegt að taka á Rússum af meiri festu.
Atvinnuvegaráðherra leggur áherslu á að ná í gegn breytingum á búvörulögum og lögum um lagareldi. Hún býst við mótspyrnu.
Hafnarsamband Íslands segir innviðagjald á skemmtiferðaskip fyrst og fremst bitna á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Bæjarstjóri Grundafjarðar segir mikið um afbókanir.
Danski lyfjarisinn Novo Nordisk tilkynnti í dag um uppsagnir níu þúsund starfsmanna. Fyrirtækið framleiðir lyf við sykursýki og offitu.
Um 80 þúsund lögreglumenn hafa verið kallaðir út í Frakklandi vegna mótmæla sem þar voru boðuð i dag. Engar meiriháttar truflanir hafa þó orðið.
Um fjórir af hverjum fimm landsmönnum eru óánægðir með fyrirkomulagið á leigubílamarkaði, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Innviðaráðherra vill afturkalla sumar breytingar sem gerðar voru fyrir tveimur árum.
Sóttvarnalæknir telur ekki ástæðu til átaks í COVID-19 bólusetningum samhliða inflúensubólusetningum í haust.