Meira en fjórða hvert barn í sjötta bekk segist hafa orðið fyrir einelti á síðustu tveimur mánuðum. Lektor við Menntavísindasvið segir þróunina vera til verri vegar.
Að minnsta kosti 30 þúsund heimili eru án rafmagns í Noregi eftir að ofsaveðrið Amy gekk yfir vesturströnd landsins og óvíst hvenær rafmagn kemst aftur á. Að minnsta kosti tveir létust í Frakklandi og einn á Írlandi þegar Amy gekk þar yfir.
Öllum steinum verður velt við svo hægt sé að ganga úr skugga um að öryggi leikskólabarna sé tryggt í hvívetna, segir borgarstjóri. Lögregla rannsakar kynferðisbrot á tveimur leikskólum í Reykjavík.
Viðræður um vopnahlé og endalok stríðsins á Gaza eru að hefjast í Egyptalandi. Fulltrúar ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna eru væntanlegir til Kaíró í dag en árásir Ísraelshers halda áfram á Gaza.
Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vísað úr Eurovision tafarlaust. Hann segir stjórn samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva seka um tvöfalt siðgæði og jafnvel forsendur fyrir því að víkja Ísrael strax úr samtökunum.
Sauðfjárbændur í Héraðshólfi óttast aukna hættu á að kýlapest og tannlos berist á bú eftir að varnarlína um Jökulsá á Dal var felld niður.. Dýralæknir segir að mörg tilfelli kýlapestar hafi komið upp handan línunnar en bændur hafi ekki viljað borga fyrir formlega greiningu.
Loftbelgirnir sem ollu lokun flugvallarins í Vilnius tengjast ekki fjölþáttaógnum Rússa. Þeir voru á vegum smyglara sem voru að flytja sígarettur frá Belarús til Litáen.