Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 18. október 2024

Forsætisráðherra segir óðelilegt þingmenn hringi í ríkislögreglustjóra snemma morguns. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins auk dómsmálaráðherra hringdu í Sigríði Björk Guðjónsdóttur morguninn sem flytja átti langveikan dreng af landi brott um miðjan september.

Fyrsti ríkisstjórnarfundur starfsstjórnar var í morgun, stjórnin leggur áherslu á fjárlög og fjárlagatengd mál næstu vikur.

Eitt þingsæti færist úr Norðvesturkjördæmi í Suðvestur- í alþingiskosningum, vegna breytinga á fjölda kjósenda á kjörskrá.

Ísraelar hafa haldið áfram árásum á Gaza þrátt fyrir fall leiðtoga Hamas-samtakanna. Alvarleg hungursneyð blasir við þar í vetur.

Vararíkissaksóknari er ekki mættur aftur til vinnu. Dómsmálaráðherra ákvað í byrjun september leysa hann ekki frá störfum eins og ríkissaksóknari lagði til.

Norður-Kórea hefur sent Rússum fimmtán hundruð hermenn, sem talið er eigi herja á Úkraínu. Leyniþjónusta Suður-Kóreu greinir frá þessu.

Tvær frjósemisstofur verða starfræktar hér á landi, frjósemisstofan Sunna tekur formlega til starfa í dag. Samkeppni vantaði segir eigandinn .

Veðurstofan boðar gular viðvaranir vegna óvenjudjúprar lægðar sem gengur yfir landið.

Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta er í samningaviðræðum við ungverska félagið Vezprem. Gangi þær viðræður upp gangur Aron til liðs við Vezprem í annað sinn á ferlinum.

Frumflutt

18. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,