Fjármálaráðherra segir að áföll sem hafa dunið á hagkerfinu ýti undir lækkun stýrivaxta á miðvikudag. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar verður hagvöxtur næstu tveggja ára undir tveimur prósentum.
Það ræðst endanlega á mánudag hvort Ísland verður undanþegið fyrirhuguðum tollum Evrópusambandsins á kísilmálma. Framkvæmdastjórn ESB hefur frestað fundi sem átti að vera í dag.
Minnst fimm voru drepnir í umfangsmiklum árásum Rússlandshers á höfuðborg Úkraínu í nótt og í morgun. Sprengjum var varpað á fleiri borgir, tveir voru drepnir í suðurhluta landsins.
Dregið hefur úr lestri og hlustun á bækur undanfarin ár. Íslendingar lesa að meðaltali í um klukkutíma á dag. Tæplega fimmtungur les aldrei.
Skipulögðum glæpahópum fjölgar og þeir beita sífellt flóknari aðferðum, segir í skýrslu ríkislögreglustjóra. Dæmi eru um að hópar leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda.
Helgi Pétursson tónlistarmaður er látinn, 76 ára að aldri. Hann var þekktastur úr Ríó tríói en var lengi í fjölmiðlum og framarlega í réttindabaráttu eldri borgara.
Írska karlalandsliðiðið í fótbolta vann óvæntan sigur á Portúgal í undankeppni HM í gærkvöld. Cristiano Ronaldo var rekinn af velli og átti í orðaskiptum við Heimi Hallgrímsson, þjálfara liðsins.