Sveitarstjóri Mýrdalshrepps hefur ekki trú á því að það skili árangri að loka aðgengi að Reynisfjöru, í slæmu veðri. Landeigendur eiga fund með almannavörnum vegna banaslyss í fjörunni á laugardag.
Það er fullt tilefni til að skoða hvort manna ætti þyrluvakt Landhelgisgæslunnar öðruvísi en með bakvöktum segir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Það geti sparað fimmtán mínútur í hverju útkalli.
Fimm líkamsárásir eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nóttina. Nokkur erill var hjá lögreglu í nótt í tengslum við útihátíðir.
Frestur sem Trump Bandaríkjaforseti gaf Pútín Rússlandsforseta til að semja um frið við Úkraínumenn rennur út á föstudag. Erindreki Bandaríkjastjórnar er væntanlegur til Moskvu í vikunni.
Bæði Hálslón og Þórisvatn fylltust í nótt. Það er í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem Þórisvatn fyllist. Samskiptastjóri Landsvirkjunar segir að vatnsbúskapurinn líti mun betur út en undanfarin ár.
Stjórnvöld í Suður-Kóreu vinna að því að fjarlægja stóra hátalara við landamærin að Norður-Kóreu sem nýttir voru til að koma tónlist og áróðri til nágrannaríkisins. Þetta er liður í áætlun stjórnvalda í Suður-Kóreu til að bæta samskiptin við granna sína í norðri.
Lögregla í Katalóníu á Spáni hefur upprætt glæpagengi sem keyptu stolna síma í stórum stíl. Unnið er við að koma símunum til réttra eigenda. Einn þeirra reyndist vera hér á landi.
Einvígið á Nesinu, árlegt styrktarmót í golfi, hefst klukkan eitt í dag á Seltjarnarnesi. Þar mætast tíu af bestu kylfingum landsins og leika í þágu Minningarsjóðs Bryndísar Klöru.