Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 8. febrúar 2025

Meirihlutinn í borginni sprakk í gærkvöld þegar borgarstjóri sleit samstarfinu. Oddvitar Framsóknar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins eru í viðræðum um myndun nýs meirihluta.

Formaður Framsóknarflokksins segist hafa fullan skilning á því flokkssystkin hans hafi sprengt meirihlutasamstarfið í Reykjavík, það hafi átt sér talsverðan aðdraganda. Formaður Samfylkingarinnar vill ekki tjá sig um stöðuna.

Dregið hefur verulega úr smithættu fuglainflúensu í ljósi færri tilkynninga um dauða fugla. Öll sýni sem greind hafa verið undanfarnar tvær vikur reyndust neikvæð.

Donald Trump er þriðji Bandaríkjaforsetinn sem viðrar þá hugmynd Bandaríkin kaupi Grænland. Prófessor í sagnfræði segir við þó lifa á öðrum tímum þar sem ríki geti ekki bara farið um heiminn og hirt upp lönd sem þau vilja.

Fyrri undanúrslit Söngvakeppninnar eru í kvöld. Þar keppa fyrri fimm lögin og þrjú komast áfram í úrslit. Símakosning almennings ræður úrslitum.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð í 29. sæti í bruni kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Austurríki í morgun. Það er næstbesti árangur íslenskrar konu í bruni frá upphafi.

Frumflutt

8. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,