Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. september

Ísraelsku verkalýðsfélagi sem staðið hefur fyrir allsherjarverkfalli í morgun hefur verið gert slíta því fyrr en áætlað var. Verkfallið var boðað til þrýsta á stjórnvöld semja um lausn gísla sem eru í haldi Hamas á Gaza.

Tvær líkamsárásir þar sem ungmenni koma við sögu eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir helgina. Mikil umræða er í samfélaginu um ofbeldi meðal ungmenna.

Nemendur í Verslunarskólanum klæddust bleiku í morgun til minnast skólasystur sinnar sem lést um helgina eftir stunguárás á menningarnótt. Formaður nemendafélagsins segir mikinn samhug meðal nemenda.

Fimmfalt fleiri en áður geta verið í lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn, samkvæmt nýjum samningi sem undirritaður var í dag. Forstjóri SÁÁ segir þetta skipta sköpum fyrir skjólstæðinga samtakanna.

Stjórnarmaður sambands ungra sjálfstæðismanna sakar flokksforystuna um ritsskoðun. Forystan geti ekki horfst í augu við slakt fylgi í skoðanankönnunum.

Boðað hefur verið til skyndifundar í Moderaterne, einum stjórnarflokkanna í Danmörku vegna ásakana um slæman vinnuanda, einelti og áreitni. Málið hefur verið sent danska vinnueftirlitinu.

Sonja Sigurðardóttir syndir í úrslitum 50 metra baksunds á Ólympíumóti fatlaðra í París síðdegis. Allt íslenska sundfólkið á mótinu hefur komst í úrslit.

Frumflutt

2. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,