Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21.október 2025

Óvíst er hvort tekst semja um annað þrep vopnahlés á Gaza. Varaforseti Bandaríkjanna er í tveggja daga heimsókn í Ísrael.

Oddviti minnihlutans í borgarstjórn vill lögmæti samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin um bensínstöðvalóðir verði kannað af ESA, eftirlitsstofnun EFTA.

Dæmi eru um fyrstu kaupendur íbúða fái ekki fjármögnun þrátt fyrir þeir hafi jákvætt greiðslumat eftir dómur Hæstaréttar féll í vaxtamálinu. Stóru viðskiptabankarnir hafa allir gert hlé á fasteignalánveitingum.

Áhugatrommari sem elskar þungarokk er fyrsti kvenforsætisráðherra í sögu Japans. Hún er afar hægrisinnuð og lýsir sér sjálf sem japanskri Margaret Thatcher.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari fær tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Hann er sjöundi Íslendingurinn sem hlýtur verðlaunin.

Seðlabankinn sér skýr merki um kólnun í hagkerfinu. Launahækkanir umfram kjarasamninga gera bankanum þó erfitt um vik í baráttu við verðbólguna.

Engar fregnir hafa borist úr Karphúsinu í morgun þar sem samninganefndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins funda hvor í sínu lagi. Enn er óvíst hvort sameiginlegur fundur nefndanna verður í dag.

Olíumengun mældist langt yfir mörkum við íbúðarhús á Eskifirði og fjarlægja þarf mengaðan jarðveg. Olían kemur úr gömlum tönkum í nálægum garði.

Anna Kristín Jónsdóttir segir hádegisfréttir.

Frumflutt

21. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,