Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 9.apríl 2025

Kína kynnti í morgun áttatíu og fjögurra prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem svar við hundrað og fjögurra prósenta tollum á Kína sem taka gildi í dag.

Forsætisráðherra hittir leiðtoga Evrópusambandsins síðdegis, til ræða um tollaog tilraunir Íslands og annarra EES-ríkja til komast hjá mótaðgerðum ESB við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar.

líkön Veðurstofunnar benda til þess rýma þurfi færri bæi á hættusvæðum nærri Bárðarbungu en áður var talið. Í dag verður íbúafundur í Þingeyjarsveit til rifja upp viðbrögð við eldgosum og jökulhlaupum.

Sérfræðingur í stjórnsýslurétti segir enn margt á huldu um af hverju fyrrverandi forsætisráðherra taldi sig vanhæfan til afgreiða umsókn um hvalveiðileyfi í fyrra og skipti svo um skoðun. Það komi fyrir ráðherrar lýsi sig vanhæfa án þess vanhæfi til staðar.

Sundabraut, Ölfusárbrú og Vaðlaheiðargöng eru meðal samgöngumannvirkja sem kæmi til greina setja í innviðafélag á vegum ríkisins. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt breyta hugarfari við fjármögnun samgönguinnviða.

Laun kjörinna fulltrúa í Kópavogi verða lækkuð og laun æðstu stjórnenda fryst til ársloka í 670 milljóna króna hagræðingaraðgerðum sem samþykktar voru gær. Minnihluti bæjarins telur umhugsunarvert laun bæjarstjórans lækki ekki nema hluta.

Gjaldtaka hefst við lundabyggðina í Hafnarhólma í sumar. Formaður heimastjórnar á Borgarfirði eystra segir féð verða nýtt meðal annars í verndun og rannsóknir á lundanum. Yfir 67 þúsund gestir komu í hólmann í fyrra.

Ísland mætir Ísrael í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM kvenna í handbolta í kvöld. Leikið verður fyrir luktum dyrum.

Frumflutt

9. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,