Tugir eru særðir eftir miklar loftárásir Rússa á Úkraínu seint í nótt. Þungi er að færast í aðgerðir rússneska innrásarhersins.
Verkalýðurinn sameinast á baráttufundum og kröfugöngum víða um land í dag, fyrsta maí. Hundrað ár eru liðin frá fyrstu kröfugöngunni hér á landi.
Félag talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd er ósammála mati Útlendingastofnunar á aðstæðum í Venesúela, en stofnunin hefur synjað umsækjendum þaðan undanfarna daga. Kærunefnd Útlendingamála hefur fimm slíkar synjanir til skoðunar.
JPMorgan Chase tók í dag við rekstri First Republic bankans í Kaliforníu, sem er næst stærsti bandaríski bankinn í sögunni til þess að falla.
Öryggi landsmanna er ógnað með fyrirhugaðri uppbyggingu í Skerjafirði í Reykjavík að mati Sjálfstæðismanna víða um land. Þeir krefjast þess að ákvörðun sé tekin um framtíð Reykjavíkurflugvallar áður en ráðist er í framkvæmdir í Skerjafirði.
Lögreglan í Texas leitar enn manns sem skaut fimm til bana á föstudaskvöld. Byssumaðurinn brást ókvæða við þegar foreldrar sem voru að svæfa börn sín kvörtuðu undan hávaða þegar hann skaut úr riffli sínum í grenndinni.