Breska ríkisstjórnin boðaði til neyðarfundar í morgun vegna mótmælaöldu í landinu. Stjórnvöld erlendra ríkja vara við ferðum til Bretlands. Mótmælendur kveiktu í gær í hóteli í Rotherham sem hýsir hælisleitendur.
Nokkur hundruð leituðu skjóls í Herjólfshöllinni vegna veðurs á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í Neskaupsstað þurfti að færa stórtónleika Neistaflugs inn í reiðhöllina.
Hrun varð á hlutabréfamörkuðum víða um heim í morgun. Virði hlutabréfa í Japan hefur ekki lækkað meira síðan 1987. Áhyggjur af efnahagsástandinu vestanhafs er talin helsta ástæða lækkunarinnar.
Foreldrar á Akureyri eru óánægðir með fátæklegt framboð sumarnámskeiða. Forseti bæjarstjórnar segir þetta til skoðunar en námskeiðum verði ekki fjölgað í ágúst.
Yfirvöld í Ástralíu hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka. Þau eru nú ekki talin hugsanleg heldur líkleg. Leyniþjónusta landsins segir að hættan stafi helst af öfgafullri hugmyndafræði.
Forsætisráðherra Bangadess hrökklaðist frá völdum í morgun og flýði til Indlands. Tæplega hundrað létust í óeirðum í landinu í gær.
Hátíðahöld um helgina voru vel heppnuð þrátt fyrir að veður hafi sett strik í reikninginn víða. Harmonikkuhátíð á Borg í Grímsnesi var sú fjölmennasta sem haldin hefur verið til þessa.