Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 1. ágúst 2025

Tollar á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna hækka í næstu viku úr tíu prósentum í fimmtán. Utanríkisráðherra ætlar þrýsta á samningaviðræður ríkjanna um viðskiptakjör hefjist sem fyrst.

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir stjórnvöld verði bregðast við og gæta hagsmuna Íslands. Fiskútflytjandi býst við því tollarnir dragi úr eftirspurn.

Fjársvik þar sem þolandi telur geranda vera vin sinn, eru vel falin og útbreitt vandamál, segir formaður Þroskahjálpar. Saga ungs, fatlaðs manns sem stofnaði 29 bankareikninga fyrir ókunnugt fólk, er ekki einsdæmi.

Mannréttindavaktin sakar Ísraela um stríðsglæpi á Gaza. Þeir svelti almenna borgara vísvitandi og skjóti þá svo þegar þeir reyna sækja sér mat.

Tveir af hverjum þremur eru hlynntir ákvörðun forseta Alþingis um stöðva umræðu um veiðigjald. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Enn fleiri telja málflutning stjórnarandstöðunnar hafa verið málþóf.

Viðbótartjaldsvæði hefur verið opnað á Egilsstöðum til rúma fjöldann sem þar verður um helgina. Mörg þúsund sækja unglingalandsmót UMFÍ og það er brakandi blíða í kortunum.

Og við sláumst í för með þjóðhátíðargestum um borð í Herjólfi, en þeir líklega ekki jafn gott veður.

Kristján Guðmundsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Vals í fórbolta. Valur er í fimmta sæti í deildinni og úr leik í bikarnum.

Frumflutt

1. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,