Tæplega þrítug kona sem grunuð er um aðild að andláti föður síns í Garðabæ á föstudag er einnig talin hafa veitt móður sinni áverka. Konan er í gæsluvarðhaldi en það rennur út á morgun.
Umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi hefur fækkað um 80 prósent á tveimur árum, úr 1409 í 281. Meirihluti þeirra, sem hafa sótt um vernd það sem af er ári, kemur frá Úkraínu.
Talið er að allt að 150 þúsund manns hafi verið drepnir í stríðinu í Súdan sem hófst fyrir tveimur árum. Þriðji hver íbúi landsins er á vergangi. Þjóðarleiðtogar hittust í London í morgun og ræddu leiðir til að enda stríðið.
Jarðskjálfti 3,7 að stærð varð rétt fyrir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst í Ljósufjallakerfinu frá því aukinnar virkni fór að gæta þar árið 2021
Áróður erlendis frá á stóran þátt í því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks hér á landi, að sögn samskipta- og kynningarstjóra samtakanna sjötíu og átta.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fryst fjárveitingu að jafnvirði ríflega 280 milljarða íslenskra króna til Harvard-háskóla. Skólinn hafnaði kröfum stjórnvalda sem þau segja að hafi átti að stemma stigu við gyðingahatri.
Sérfræðingur RÚV spáir að Besta deild kvenna í fótbolta verði jafnari og meira spennandi en oft áður. Deildin hefst í kvöld.