Öllum gíslum Hamas hefur verið sleppt sem og þúsundum Palestínumanna úr ísraelskum fangelsum. Bandaríkjaforseti sagði í ísrelska þinginu að martröðin væri á enda.
Forseti Íslands segir konur hafa hugrekki til að knýja fram aðkallandi breytingar í heiminum. Hún er í opinberri heimsókn í Kína og flutti ávarp á jafnréttisráðstefnu.
Tilkynningum um ofbeldi meðal barna og gegn börnum hefur fjölgað mikið, segir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Aðgerðarhópur stjórnvalda fundar í dag um ofbeldismál barna.
Verslunareigandi á Akureyri segir að mörgu að hyggja eigi rekstur að halda velli. Breytt neysluhegðun og aðgengi hafi þar mikið að segja.
Framtíð Landnámseggja í Hrísey er óljós eftir að sölubann var sett á vegna díoxínmengunar. Stofninn var aflífaður í byrjun mánaðar.
Danski lyfjaframleiðandinn Novo Nordisk hefur sett sjaldgæfan augnsjúkdóma á lista yfir aukaverkanir þyngarstjórnunarlyfja, meðal annars Ozempic og Wegovy. Lyfjaframleiðandinn hafði áður neitað að tengsl væru þar á milli.
Nýr miðbær verður byggður upp á Hornafirði undir stjórn sama félags og byggir upp nýjan miðbæ á Selfossi. Útgerðarfyrirtækið Skinney þinganes verður að líkindum helsti fjárfestirinn.
Íslenska karlalandsliði í fótbolta mætir því franska á Laugardalsvelli í kvöld í fjórða leik liðsins í Undankeppni HM 2026. Nokkrar af stærstu stjörnum Frakka sitja heima.