Litái á fertugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða samlanda síns með meiriháttar líkamsárás á Kiðjabergi í Grímsnesi í fyrra. Hann hlaut 2 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa slegið manninn utan undir.
Alþingi brást neytendum með því að láta hjá líða að samþykkja frumvarp um afnám búvörulaga segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Samkeppniseftirlitið sé varnarlaust komi til stórfelldrar sameiningar á kjötmarkaði.
Ríflega 200 Úkraínumenn hafa ílengst á Bifröst þar sem Háskólinn og ríkið buðu fram skammtímahúsnæði til móttöku flóttamanna. Sveitarstjórnarfulltrúi Borgarbyggðar segir þjónustu af skornum skammti.
Fulltrúar 30 landa hittast í dag í höfuðborg Kólumbíu til að þrýsta á að ákvarðanir alþjóðadómstóla verði virtar, meðal annars um ólöglega landtöku Ísraelshers á Vesturbakkanum.
3 ára barn komst eitt síns liðs út af leikskóla í Garðabæ í gær og fannst í verslun Bónus skammt frá. Móðir þess vill að stjórnendur leikskólans fari yfir öryggismál og leikskólastjórinn segir starfsfólk í áfalli.
Tæplega 750 milljónir ferðamanna heimsóttu Evrópu í fyrra. Víða er gripið til ráðstafana til að stýra fjölda þeirra á fjölförnum stöðum.
Dregið var í forkeppnum Evrópukeppnanna í handbolta í morgun. Fjögur íslensk lið voru í pottinum en tvö til viðbótar sitja hjá þar til í síðari umferðum.