Tvær unglingsstúlkur eru grunaðar um hrottalegt morð á fjórtán ára stúlku í Landskrona í Svíþjóð. Illa útleikið lík hennar fannst á þriðjudaginn.
Lagabreyting um fasteignarekstur hjúkrunarheimila er „aðför að velferðarkerfinu“, að mati Alþýðusambands Íslands.
Lítil ástæða er til að hafa áhyggjur af þróun verðbólgunnar enn sem komið er, segir dósent í hagfræði. Verðbólgumarkmiði verði ekki náð fyrr en eftir tvö ár.
Joe Biden Bandaríkjarforseti segist hafa hætt við framboð til endurkjörs til þess að sameina Demókrataflokkinn og bjarga lýðræðinu. Þetta kom fram í ávarpi forsetans til bandarísku þjóðarinnar.
Nýtt námsmat á að koma í stað samræmdu prófana í grunnskólum landsins í haust. Mennta- og barnamálaráðherra segir það öflugara og betra verkfæri.
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands telur að geðþjónustu barna sé betur borgið þar en á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Olaf Scholz kanslari Þýskalands segist fullviss um að geta leitt Jafnaðarmannaflokkinn inn í betri tíma. Aðeins þriðjungur flokksmanna vill að hann verði áfram.
Þriggja daga tónlistarhátíðin Mannfólkið breytist í slím hefst á Akureyri í kvöld. Þar er lögð áhersla á fjölbreytta tónlist úr heimabyggð.