Óttast er að mörg hundruð séu enn grafin í húsarústum eftir jarðskjálfta í Afganistan í gær. Yfir fjórtán hundruð hafa fundist látin.
Kröfu annars stofnanda fyrirtækisins PPP um að endurheimta síma, tölvu og minnislykla frá lögreglu var hafnað fyrir dómstólum.
Kynjafræðingur segir málflutning þingmanns Miðflokksins í Kastljósi í gær vera dæmi um orðræðu og fordóma sem grafi undan öryggi hinsegin fólks.
Leiðtogar Kína, Rússlands og Indlands hafa síðustu daga þétt raðirnar á leiðtogafundi. Sérfræðingur í málefnum Kína segir að með háum tollum Bandaríkjanna hafi Indlandi verið ýtt í faðm Kína.
Varaformaður Framsóknarflokksins íhugar formannsframboð. Hún telur líklegt að flokksþingi verði flýtt í ljósi stöðu flokksins, sem hefur aldrei mælst með minna fylgi.
Borgarstjóri segir til skoðunar hvort heimild sé til þess að beita sektum vegna niðurníddra húsa í borginni. Einnig komi til greina að endurskoða úthlutun lóða borgarinnar.
Úrbætur verða gerðar á vatnsveitu Stöðvarfjarðar eftir að íbúar veiktust vegna ecoli mengunar í sumar. Ráðast þurfti í sérstakar aðgerðir til að komast að því úr hvaða tanki í fjallinu neysluvatnið kom.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóveníu í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í dag. Einn besti leikmaður heims spilar með slóvenska liðinu.