Mikil örvænting hefur gripið um sig í Rafah á Gaza eftir að Ísraelsher dreifði miðum í morgun þar sem íbúar voru hvattir til að forða sér. Vopnahlésviðræður halda áfram þrátt fyrir yfirvofandi innrás.
Orsök flugslyssins í Þingvallavatni í febrúar 2022 þegar fjórir létust er rakin til viljandi eða óviljandi lendingar á ísilögðu vatninu að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Mannlegir þættir höfðu líklega áhrif í flugslysinu.
Vinna við nýja varnargarða við Grindavík hefst í dag. Þeir verða innan núverandi garða og er ætlað að leiða þunnfljótandi hraun framhjá bænum.
Úrskurðir Landskjörstjórnar um gildi forsetaframboða eru endanlegir jafnvel þótt að að upp komist um fölsun undirskrifta. Halla Hrund Logadóttir mælist áfram með mest fylgi í skoðanakönnunum.
Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði kosta ríkissjóð um þrettán milljarða í ár. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjáraukalaga sem hefur verið lagt fram á Alþingi.
Talsmaður fernra náttúruverndarsamtaka segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vanhæfan í máli Hvammsvirkjunar vegna ummæla sem hann lét falla um stefnu landeigenda gegn ríkinu. Ummælin séu ámælisverð.
Fréttamenn ítalska ríkisútvarpsins eru í sólarhrings verkfalli til að mótmæla afskiptum ríkisstjórnar landsins af fréttaflutningi.
Íslandsmet í bakgarðshlaupi var slegið nú í hádeginu. Þrír hlauparar hafa nú hlaupið meira en 340 kílómetra á rúmum tveimur sólarhringum.