Það er ekki boðlegt að fjölskyldur fatlaðs fólks á sambýlum í Reykjavík þurfi að sinna fólkinu sínu, segir sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar. Hún segist harma slík atvik og til skoðunar er hvað hafi farið úrskeiðis.
Bandaríkjaforseti er sagður hafa, á fundi með forsætisráðherra Bretlands, lagst gegn því að heimila Úkraínumönnum að nota langdrægar eldflaugar til að skjóta yfir landamærin til Rússlands.
Aðstæður til slökkvistarfs voru eins og best var á kosið þegar eldur kviknaði í rútu fullri af ferðamönnum skammt frá Vestfjarðagöngum í gær. Aðstoðarslökkviliðsstjórinn á Ísafirði segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda ef kviknað hefði í rútunni inni í göngunum.
Heilbrigðisráðherra segir að þjóðin verði að taka höndum saman gegn auknu ofbeldi. Verkefnið sé flókið og nái til alls samfélagsins.
Búist er við töluveðri ásókn í ferðir til Norður-Evrópu í nánustu framtíð, sér í lagi yfir hásumarið. Hitastig og loftgæði gegndu lykilhlutverki hjá meirihluta ferðamanna sem hingað kom í sumar, þegar kom að því að velja áfangastað.
Stærðarinnar ísjakar sjást nú skammt frá landi við Trékyllisvík á Ströndum. Heimamaður sigldi upp að einum þeirra í gær og áætlar að hann sé allt að 30 metrar á hæð.
Smalamennska gekk að óskum í Svarfaðardal í dag. Fjallskilastjóri segir að fé hafi ekki fennt þó að snjór sé niður í miðjar hlíðar.