Tugir eru látnir eftir eldsvoða á bar á vinsælu skíðasvæði í Sviss í nótt. Lögreglan útilokar hryðjuverk.
Átta leituðu á bráðamóttöku Landspítala í gær og í nótt með áverka á auga vegna flugelda. Áverkarnir voru misalvarlegir. Lögregla hafði í nægu að snúast á nýársnótt.
Töluverður eldur kviknaði í sinu í Húsavíkurfjalli í gærkvöld. Um tíma var hætt við að eldurinn breiddi úr sér.
Bensínverð lækkaði um þriðjung á miðnætti og var lækkunin svipuð hjá öllum fyrirtækjum. Formaður FÍB segir lækkunina í samræmi við væntingar.
Skemmtum ekki skrattanum með þarflausu sundurlyndi, sagði Kristrún Frostadóttir í gamlársávarpi sínu í gær, þegar hún hvatti landsmenn til samstöðu.
Fyrsta barn ársins kom í heiminn á Landspítalanum laust eftir miðnætti. Um tíu börn hafa fæðst það sem af er degi.