Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 27. nóvember 2025

Hjöðnun verðbólgu í 3,7 prósent í nóvember kom seðlabankastjóra mjög á óvart. Fjármálaráðherra segir hana merki um aðhaldssöm stefna seðlabankans virki.

Tíu milljarða uppbygging í Helguvík - fjármögnuð af Atlantshafsbandalaginu - er mikilvæg til tryggja öryggi og varnir á Norðurslóðum mati utanríkisáðherra. Um hundrað störf verða til við framkvæmdirnar.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er hér á landi. Hann kynnti sér í morgun starfsemi á öryggissvæðisinu á Keflavíkurflugvelli og fundar með ráðherrum og þingmönnum eftir hádegið.

Óveður er á Suðausturlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Óvissustig er frá Markarfljóti Kirkjubæjarklaustri

Íbúar í háhýsum sem kviknaði í, í Hong Kong í gær, heyrðu ekki í reykskynjurum. Fimmtíu og fimm fórust og tæplega þriggja hundraða er saknað.

Dulinn HIV-faraldur geisar í Evrópu. Helmingur greinist of seint til lífsbjargandi lyfjameðferð komi gagni.

Íslenskir veitingamenn hafa gripið kalkúnahefð Bandaríkjanna á lofti á þakkargjörðarhátíðinni og blása til veislu í dag.

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrsta leik sínum á HM í gær. Næsti leikur er á morgun. Karlalandsliðið í körfubolta hefur keppni í undankeppni HM í kvöld.

Frumflutt

27. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,