Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 2. apríl 2025

Þétt skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en hægt dregur úr henni. Vísindamenn útiloka ekki frekara eldgos því kvikan er ekki storknuð í kvikuganginum. Hann er 20 kílómetra langur og um þrjá kílómetra frá Reykjanesbraut.

Óróleiki er á hlutabréfamörkuðum vegna áforma Donalds Trumps um nýja tolla á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðar hvort forsætisráðuneytið hafi brotið trúnað og hefur kallað eftir öllum gögnum um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur frá ráðuneytinu.

Fjörutíu Fáskrúðsfirðingar voru sendir í lungnamyndatöku og blóðprufu þegar berklasmit greindist í bænum í mars. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands telur tekist hafi hindra útbreiðslu.

gjaldskrá Vegagerðarinnar fyrir siglingar milli Hríseyjar og Árskógssands hefur vakið gremju Hríseyinga sem telja hækkanir vegi búsetu í eynni.

Lóan er komin og hefur sést til hennar um nær allt land. Fuglaskoðari í Hornafirði leggur kíkinn varla frá sér, þegar farfuglarnir koma hver af öðrum eftir vetrarfrí.

Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo krefjandi leiki í Þjóðadeildinni hér heima á föstudag og þriðjudag. Liðið þarf nauðsynlega á stigum halda í riðlinum.

Frumflutt

2. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,