Þétt skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en hægt dregur úr henni. Vísindamenn útiloka ekki frekara eldgos því kvikan er ekki storknuð í kvikuganginum. Hann er 20 kílómetra langur og um þrjá kílómetra frá Reykjanesbraut.
Óróleiki er á hlutabréfamörkuðum vegna áforma Donalds Trumps um nýja tolla á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðar hvort forsætisráðuneytið hafi brotið trúnað og hefur kallað eftir öllum gögnum um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur frá ráðuneytinu.
Fjörutíu Fáskrúðsfirðingar voru sendir í lungnamyndatöku og blóðprufu þegar berklasmit greindist í bænum í mars. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands telur að tekist hafi hindra útbreiðslu.
Ný gjaldskrá Vegagerðarinnar fyrir siglingar milli Hríseyjar og Árskógssands hefur vakið gremju Hríseyinga sem telja að hækkanir vegi að búsetu í eynni.
Lóan er komin og hefur sést til hennar um nær allt land. Fuglaskoðari í Hornafirði leggur kíkinn varla frá sér, þegar farfuglarnir koma hver af öðrum eftir vetrarfrí.
Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo krefjandi leiki í Þjóðadeildinni hér heima á föstudag og þriðjudag. Liðið þarf nauðsynlega á stigum að halda í riðlinum.