Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24.ágúst 2025

Utanríkisráðherra Rússlands sakar vestræn ríki um standa í vegi fyrir viðræðum um frið í Úkraínu. Áform um öryggistryggingar fyrir Úkraínumenn verða líklega það sem mestu skiptir fyrir framhaldið.

Flóðið í Hvítá ofan Húsafells kann vera í rénun. Vatnshæðin er komin niður í rétt um 300 sentímetra en fór hæst í rétt rúmlega 400 sentímetra í nótt.

Menningarnótt í Reykjavík fór mestu friðsamlega fram sögn lögreglu.

Ríkisstjóri Illinois gagnrýnir fyrirætlanir Bandaríkjaforseta um senda þjóðvarðliða til Chicago. Hann sakar hann um misnota vald sitt.

Ríkisstjórn Danmerkur vill afnema sykurskatt sem hefur verið í gildi í rúma öld. Markmiðið er koma til móts við neytendur vegna hækkandi matarverðs.

Höfundar lagsins Baby Shark gerðust ekki sekir um lagastuld. Lagið er vinsælt meðal barna um allan heim og gerð hefur verið kvikmynd sem byggir á því.

Í dag kemur í ljós hver hampar íslandsmeistaratitlinum í hrútaþukli. Mótið fer fram á Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þá verður réttarmenningu þjóðarinnar gerð skil á nýrri sögusýningu.

Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum lýkur í dag. Eitt Íslandsmet hefur verið slegið á mótinu sem er haldið á Selfossi. ÍR-ingar höfðu forystu fyrir lokasprettinn.

Frumflutt

24. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,