Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 21. ágúst 2024

Verðbólga þarf hjaðna svo hægt lækka stýrivexti segir seðlabankastjóri. Stýrivextir verða áfram 9,25% og hafa verið óbreyttir í heilt ár. Mikil vonbrigði segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins.

Skaftárhaup er hafið. Bóndi á bökkum Skaftár, sem þekkir hana vel býst ekki við stóru hlaupi. Þó vatnshæðin hafi lítið breyst í morgun séu engu síður augljós merki um hlaup.

Heitt vatn er tekið renna á um öll hverfi höfðborgarsvæðisins sem Veitur lokuðu á í fyrrakvöld.

borhola hjá hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar gæti aukið afkastagetu hitaveitunnar þar umtalsvert. Skortur hefur verið á heitu vatni í þessum byggðarlögum síðustu ár.

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum verða tvísýnar. Til koma í veg fyrir Trump hafi sigur þarf allar hendur á dekk sagði Obama fyrrverandi forseti á landsþingi Demókrata í gærkvöld. Forsetafrúin fyrrverandi var senuþjófur kvöldsins.

Brotist hefur verið inn í fimm reiðhjólaverslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Í heildina var tólf hjólum stolið.

Yfir 12 þúsund manns hafa skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Allt stefnir í nýtt met verði sett í áheitasöfnun því rúmlega 140 milljónir króna hafa þegar safnast.

Frumflutt

21. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,