Verð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu hækkaði aðeins við opnun í morgun. Verðið heldur enn áfram að falla í Taívan.
Forsætisráðherra Íslands segir ekki standa til að beita hefndartollum þrátt fyrir nýja tollastefnu Bandaríkjanna.
Borgarstjóri vissi ekki að enginn samningur væri í gildi um eftirlitsmyndavélakerfið í Reykjavíkurborg. Hún ræðir málið við lögreglustjóra í lok vikunnar.
Uppfærður fríverslunarsamningur milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu var undirritaður í Kyiv í dag.
Samherji telur að frumvarpi, sem ætlað er að auka gagnsæi og sporna við samþjöppun aflaheimilda í sjávarútvegi, sé sérstaklega beint gegn fyrirtækinu.
Dalabyggð og Húnaþing vestra eiga í óformlegum viðræðum um sameiningu . Sameinað sveitarfélag hefði um 1850 íbúa.
Forsetahjónin eru í ríkisheimsókn í Noregi næstu þrjá daga. Vel var tekið á móti þeim við konungshöllina í morgun.
Lundinn var nærri viku á undan áætlun til Grímseyjar þetta árið.