Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 12. janúar 2024

Átta slösuðust, þar af tveir alvarlega, í bílslysi skammt frá Skaftafelli. Tvær þyrlur voru kallaðar til. Vegurinn er lokaður en búið er opna hjáleið.

Leit manni sem féll ofan í sprungu í Grindavík í fyrradag stendur yfir. Talið var óhætt halda áfram í morgun eftir grjóthrun sem varð í gærkvöld.

Málflutningur fulltrúa Ísraels stendur yfir í Alþjóðadómstólnum í Haag. Suður-Afríka kærði Ísrael fyrir þjóðarmorð á Gaza. Þúsundir hafa skrifað undir áskorun til íslenskra stjórnvalda um styðja mál Suður-Afríku

Uppreisnarsveitir Húta í Jemen segja árásum Bandaríkjamanna og Breta verði svarað af hörku. Þær voru gerðar til draga úr mætti Húta til halda áfram árásum á skip á siglingu um Rauðahaf.

Jarðskjálftar hafa ekki mælst við Grímsvötn frá miðnætti. Hlaup er þó vaxandi og gæti náð hámarki á sunnudag. Auknar líkur eru taldar á eldgosi.

Sinfóníuhljómsveit Íslands þarf greiða fyrrverandi fiðluleikara tæpar þrjár komma þrjár milljónir og rúma milljón í málskostnað. Fiðluleikaranum var sagt upp þar sem stjórn hljómsveitarinnar taldi það gæti stofnað orðspori hennar í hættu hafa hann áfram við störf.

Neyslurými á föstum stað verður opnað í Reykjavík í vor. Deildarstjóri Rauða kross Íslands segir mikla þörf fyrir þjónustuna.

Ísland spilar fyrsta leik sinn á EM karla í handbolta í dag. Andstæðingarnir eru lið Serba.

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,