Alltaf er hægt að gera betur í geðheilbrigðismálum fanga, segir framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala. Spítalinn tekur yfir málaflokkinn og vonast er til að það verði til bóta.
Úkraínumenn hafa samið við Grikki um innflutning á gasi til að mæta orkuþörf vetrarins. Rússar segjast hafa náð tveimur þorpum í suðurhluta Úkraínu á sitt vald.
Austfirðingar og Vestfirðingar nota sjaldnar bílbelti en íbúar höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt viðhorfskönnun Gallups. Á hverju ári verða mörg alvarleg slys, þar á meðal banaslys, sem rekja má til þess að beltin eru ekki spennt.
Flóttamenn sem fá alþjóðlega vernd í Bretlandi þurfa að bíða í tuttugu ár eftir að geta sótt um varanlegt dvalarleyfi, gangi nýjar áætlanir stjórnvalda þar eftir. Þeim er ætlað að draga úr komu flóttamanna á bátum yfir Ermarsund.
Mikilvægt er að tryggja að starfsfólk og stjórnendur sem vinna í þjónustu við fatlað fólk þekki tilkynningaskyldu í málaflokknum, til dæmis þegar grunur er um brot gegn fötluðu fólki. Þetta kemur fram í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála.
Íslenskan er að breytast örar en áður. Í tilefni af degi íslenskrar tungu kannaði fréttastofa hversu vel eldri kynslóðin skilur mál þeirra yngri og öfugt.
Ísland og Úkraína mætast í Póllandi í dag í úrslitaleik um hvort liðið kemst í umspil fyrir HM karla í fótbolta. Íslenska liðinu dugir jafntefli.