Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 24. mars 2025

Rússneskir og bandarískir erindrekar ræða um vopnahlé í Úkraínu á fundi í Sádi-Arabíu. Þeir eru misvongóðir um nokkur niðurstaða fáist.

Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota. Stjórnendur skólans funda með ráðamönnum í dag. Rektor segir allt kapp lagt á halda starfseminni gangandi.

Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra hefur áhyggjur af öryggi lögreglumanna, vegna fjölgunar alvarlegra ofbeldisbrota. Maður ók viljandi á lögreglubíl nýverið og annar réðst á lögreglumann með hnífi.

Formaður landstjórnar Grænlands er afar ósáttur við heimsókn bandarískrar sendinefndar, sem fyrirhuguð er í vikunni. Tvær herflugvélar með brynvarða bíla um borð lentu í Nuuk í gær til taka út öryggismál.

Eldur hefur kviknað átta sinnum hjá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás, síðast í gær. Framkvæmdastjóri Hringrásar segir brunavarnir fyrirtækisins samræmast lögum.

Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu segir ríkið þurfa stíga inn í rekstur áætlunarflugs til Vestfjarða. Ein hugmynd reka flugvélar eins og ferjur, þar sem ríkið eigi tækin og bjóði út reksturinn.

Kostnaður við safna saman notuðum fötum og textíl leggst á sveitarfélög án þess þau fái nokkrar tekjur á móti. Verkefnastjóri umhverfismála hjá Múlaþingi segir innleiða þurfi hvata til minnka textílúrgang.

Íslandsmót karla í íshokkí er í uppnámi eftir Skautafélagi Akureyrar var dæmdur sigur í leik gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Þriðja liðið kærði leikinn vegna leikmanns á skrá -- sem kom þó aldrei inn á völlinn.

Frumflutt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,