Framkvæmdastjóri Landverndar segir frumvarp matvælaráðherra um lagareldi ekki mega verða að lögum. Náttúruverndar- og dýravelferðarsjónarmið séu ekki höfð í heiðri. Firðirnir séu auðlind þjóðarinnar sem eigi að passa, en ekki úthluta einkaaðilum endurgjaldslaust.
Bandaríkjastjórn krefst svara frá ísraelskum stjórnvöldum vegna fjöldagrafa sem hafa fundist við sjúkrahús á Gaza. Fleiri en hundrað voru handtekin í mótmælum stúdenta gegn stríðinu á Gaza víðs vegar um Bandaríkin í gær.
Framboðsfrestur til embættis forseta Íslands rennur út á hádegi á morgun. Níu hafa safnað tilskildum fjölda meðmæla að eigin sögn og enn gæti bæst í hópinn. Landskjörstjórn tekur við framboðunum á morgun.
Forsætisráðherra Spánar íhugar að hætta í stjórnmálum, eftir að dómari ákvað að hefja rannsókn á meintu spillingarmáli sem tengist eiginkonu hans. Ásökunin kemur frá þekktum öfgasamtökum á hægri væng stjórnmálanna á Spáni
Veðrinu á sumardaginn fyrsta er misskipt eftir landshlutum. Í blíðunni á Suðvesturhorninu hefja margir sumarið með tiltekt og garðvinnu og leggja leið sína í Sorpu.
Það skýrist í dag hvaða lið verða í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta. Umferðinni lýkur með leik Keflavíkur og Breiðabliks í kvöld.