Fjölmenni hefur safnast saman á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku til að mótmæla stefnu Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands. Grænlendingar hafa boðað til mótmælafunda í Nuuk síðar í dag.
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að gera þurfi betur í geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Fangar á Hverfisgötu hafa brátt aðgang að þjónustunni allan sólarhringinn.
Búist er við að brottvísanir Sýrlendinga frá Þýskalandi verði meðal helstu umræðuefna þegar forseti Sýrlands kemur opinbera heimsókn til Þýskalands á þriðjudag.
Ólöglegt niðurrif var stöðvað í Kópavogi í gær þegar til stóð að rífa gömlu bæjarskrifstofur bæjarins. Vinnuvélar voru byrjaðar að rífa niður húsið þegar framkvæmdin var stöðvuð.
Álagning olíufélaganna á eldsneytisverð er sögulega há, að sögn sviðsstjóra hagfræði- og greiningasviðs ASÍ. Eldsneytisverð hefur lækkað í takt við væntingar eftir að kílómetragjaldið tók gildi.
Sex leikir fara fram á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta í dag. Dagur Sigurðsson mætir til leiks á sínu þriðja stórmóti sem landsliðsþjálfari Króatíu