Geðhjúkrunarfræðingur segir mjög alvarlegt ef ríki og sveitarfélög geta ekki komið sér saman um úrræði og eftirlit með mönnum sem eru taldir líklegir til að brjóta af sér eftir afplánun.
Íbúar í Valencíu á Spáni eru afar ósáttir við að hafa ekki verið varaðir nógu snemma við miklum hamfaraflóðum. Minnst 95 hafa fundist látnir og óttast er að fleiri hafi farist.
Frestur til að skila inn framboðum til Alþingis rann út í hádeginu.
Útlit er fyrir að tíu flokkar bjóði fram í öllum kjördæmum. Sá ellefti aðeins í Reykjavík norður.
Grænland og Færeyjar færðust skrefi nær því að verða fullgildir þátttakendur í Norðurlandaráði í morgun þegar tillaga um endurskoðun Helsingforssamningsins var samþykkt á þingi ráðsins í Reykjavík.
Papúa Nýja-Gínea verður eitt fyrsta ríki veraldar til að sniðganga loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra landsins segir ráðstefnuna tímasóun.
Hrekkjavakan er í dag og líklegt að lágvaxnar forynjur nýti sér myrkrið undir kvöld til að safna gotteríi. Ökumenn eru hvattir til að vara sig á skrímslunum - og foreldrar að lauma endurskinsmerkjum á búningana.
Portúgalinn Ruben Amorim verður næsti þjálfari enska liðsins Manchester United.