Hádegisfréttir

Hádegisfréttir 17.apríl 2025

Hinsegin fólk skynjar aukna andúð og er varara um sig af ótta við verða fyrir áreiti. Þetta segir talsmaður samtakanna sjötíu og átta. Sjö líkamsárásir voru tilkynntar til samtakanna í fyrra.

Ekkert verður af nýliðanámskeði sérsveitar ríkislögreglustjóra sem ráðgert var í sumar. Fjármagn skortir. Fimmtíu lögreglumenn hafa í heilt ár undirbúið sig af kappi fyrir námskeiðið.

Tjöld fólks á flótta í Khan Younis á Gaza brunnu í nótt í árásum Ísraelshers. Tíu voru drepnir í árásunum og nokkrir eru alvarlega særðir.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er kominn til Parísar til fundar við Frakklandsforseta um leiðir til vopnahlés í Úkraínu. Úkraínskir ráðherrar eru einnig komnir til borgarinnar.

Um áttatíu þúsund hótelstarfsmenn, meðal annars á Tenerife, hófu í morgun tveggja daga verkfall. Þar er fjöldi ferðamanna yfir páskahelgina.

Sólin skín næstu daga og skíðabrekkur landsins fyllast. Skíðavikan á Ísafirði er hafin, fjöldi gesta er í bænum þar sem tónlistarhátíðin Aldrei fór suður hefst á morgun.

Eygló Fanndal Sturludóttir hefur keppni klukkan eitt í dag á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum í Moldóvu. Eygló er skráð inn á mótið með bestan árangur allra keppenda í sínum þyngdarflokki.

Frumflutt

17. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Hádegisfréttir

Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Þættir

,